Gestir sumarsins hjá Tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði geta spreytt sig á minigolfbrautum í sumar. Kylfur og kúlur fást afhentar við þjónustuhúsið.

Eins og sést á myndum þá er grasið að taka við sér eftir erfiðan vetur og vor.  Nokkrir gestir voru í dag og nótt á svæðinu í glæsilegu veðri.

Frábær staðsetning á þessu tjaldsvæði, stutt í sundlaugina, ræktina og næstu matvöruverslun. Allt í göngufæri.

Sjáumst í Fjallabyggð í sumar.

 

Myndirnar tók Guðmundur Ingi Bjarnason tjaldvörður í Fjallabyggð.