Páskavertíðin á Skíðasvæðinu í Skarðsdal fór öðruvísi en áætlað var. Veður setti mikið strik í reikninginn og var aðeins opið á Skírdag en lokað aðra daga um Páskana. Einnig var lokað í dag, 2. apríl. Til stendur að opna á morgun 3. apríl en mikill snjór hefur nú safnast fyrir á svæðinu sem umsjónarmenn vinna niður í brautirnar. Einnig þurfti að opna veginn að svæðinu sem var ófær.

Næsti stóri viðburður í fjallinu verður Sigló free ride hátíðin sem haldin verður 11.-14. apríl.