1310 bílar fór í gegnum Héðinsfjarðargöng í gær óháð stefnu. Þetta er mesti fjöldi bíla hingað til sem farið hefur í gegn á einum degi. Þetta met á eflaust eftir að falla oftar en einu sinni. Til samanburðar fóru 1464 bílar yfir Öxnadalsheiði í gær, óháð stefnu.

 Framundan eru stór fótboltamót og bæjarhátíðir í júlí og ágúst. Má þar nefna Nikulásarmótið á Ólafsfirði, Pæjumótið á Siglufirði og Síldarævintýrið. Búast má við góðri aðsókn á þessi mannamót og búast má við að umferðin verði veruleg.

Hægt er að sjá umferðartölur Vegagerðarinnar í Vegsjá.