Það voru margir viðburðir á Norðurlandi um helgina og umferðartölur sýna það glögglega. Á Sauðárkróki var Króksmótið í fótbolta, Pæjumótið á Siglufirði, Fiskidagurinn mikli á Dalvík og Handverkshátíð í Eyjafirði svo eitthvað sé nefnt.

Umferðin í Héðinsfirði náði toppi á laugardaginn (10. ágúst) en þá fóru 1780 bílar um Héðinsfjarðargöngin. Um Ólafsfjarðarmúla fóru 2140 bílar og um Hámundarstaðaháls fóru 6120 bílar sama dag.