Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður lokað um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll 20. janúar síðastliðinn og eyðilagði skíðaskálann, skíðaleiguna, verkstæði, snjótroðara og snjósleða. Skíðalyftan, einn snjótroðari og einn snjósleðinn sluppu við litlar eða engar skemmdir.
Nú er beðið eftir að fara megi inn á skíðasvæðið til að sinna hreinsunarstörfum.
Stefnt er að því að koma svæðinu aftur í gang eftir miðjan febrúar mánuð ef allt gengur vel.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins.