Miðaldadagar verða haldnir á Gásum um næstu helgi, 19. – 21. júlí og verður opið frá 11-18 alla dagana. Af því tilefni kemur saman fjöldi fólks af öllu landinu og erlendis frá til þess að endurskapa mannlífið við hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð. Haldið verður fast í þær skemmtilegu hefðir sem hafa myndast á Miðaldadögum en jafnframt verður ýmislegt nýstárlegt á boðstólnum.
Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri þar sem Gásakaupstaður stóð sem verslunarstaður á miðöldum. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði frá 12.öld og allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld.
Ganga með leiðsögn um sögustaðinn Gásir verður fimmtudagskvöldið 18. júlí. Lagt verður af stað kl 20 frá bílastæðinu á Gásum. Leiðsögumaður Sigrún Birna Óladóttir.
Allar nánari upplýsingar á www.gasir.is
Heimild: www.akureyri.is. Mynd: www.gasir.is