Skólastarfið er nú komið í fullan gang í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði.  Nemendur hafa aldrei verið fleiri í MTR en á þessari vorönn eru alls 572 nemendur í stað- og fjarnámi.

Helstu truflanir hafa verið undanfarna daga þegar Ólafsfjarðarmúlinn var lokaður, en nokkrir kennarar búa á Akureyri og Dalvík, og vinn þeir því að heiman þá daga sem ófært er yfir í Ólafsfjörð.

Nú í vikunni fengu nemendur skólans stutta sýnikennslu í grunnatriðum í boxi. Fyrsti hálftími dagsins í skólanum er skipulagður í ýmiskonar uppbrot þar sem kennarar koma inn með fræðslu. Bergþór Morthens myndlistarkennari fór yfir nokkur grunnatriði með nemendum sem fengu svo að spreyta sig.

Fleiri myndir má finna á vef mtr.is

Mynd: mtr.is