Aðsóknarmet var sett á föstudaginn á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit en aldrei hafa fleiri gestir sótt sýninguna á fyrsta sýningardegi. Mikill fjöldi gesta var á sýningunni alla helgina og lauk dagskrá laugardagsins með grillveislu, skemmtidagskrá og verðlaunaafhendingu. Hátíðinni lauk svo í dag. Myndir af hátíðinni má sjá hér.

Verðlaunahafar 2013

  • Handverksmaður Handverkshátíðar 2013: Grétar Þór Pálsson.
  • Hönnunarverðlaun Handverkshátíðar 2013: HALLDORA – Halldóra Eydís Jónsdóttir.
  • Sölubás ársins 2013: Bás Einars Gíslasonar. 
  • Heiðursverðlaun Handverkshátíðarinnar 2013: Heimilisiðnaðarfélagið.
  • Best prýddi póstkassi Eyjafjarðarsveitar 2013: Póstkassinn á Hvassafelli.

Valnefnd skipuðu: Brynhildur Pétursdóttir, innanhúshönnuður og þingmaður, Samúel Jóhannsson, myndlistamaður, Oddrún Magnúsdóttir, skartgripasmiður, Ragnheiður Þórsdóttir, vefari, myndlistamaður og textílkennari og Ívar Ragnarsson, byggingafræðingur.

img_6253