Sjö siglfirsk aldursflokkamet á jólamóti Ungmennafélagsins Glóa á Siglufirði á fimmtudaginn sl. Keppendur voru 11 talsins og keppt var í fjórum greinum í yngri aldursflokkunum en þremur í þeim eldri.
Í flokki stráka 10 ára og yngri setti Hörður Ingi Kristjánsson met í hástökki án atr. er hann vippaði sér yfir 0.92m og Bjartmar Ari Aðalsteinsson bætti eigið met í skutlukasti með kasti upp á 17.93 m.
Í flokki stúlkna 11-12 ára setti Elín Helga Þórarinsdóttir siglfirsk met bæði í skutlukasti, 22,17m, og kúluvarpi, 8,86m, og hjá strákunum í þessum aldursflokki bætti Hjörvar Már Aðalsteinsson metið í hástökki án atr. er hann stökk glæsilega yfir 1.17m. Í flokki stráka 13-14 ára bæti Björgvin Daði Sigurbergsson eigið met í hástökki er hann flaug yfir 1.52m og Patrekur Þórarinsson setti met í hástökki án atr.
Í flokki 15-16 ára með þvi að vippa sér yfir 1.33m sá árangur er jafnframt félagsmet hjá Glóa. Allir keppendur bættu sig í einhverjum greinum og að loknu móti var boðið til pizzuveislu.
Heimild: umfgloi.123.is