Þétt dagskrá verður í Ólafsfjarðarkirkju og Siglufjarðarkirkju yfir páskana. Fermingarmessa verður í Ólafsfjarðrarkirkju á Skírdag, passíusálmalestur á föstudaginn langa og hátíðarmessa á páskadagsmorgun og á Hornbrekku kl. 11:00.

Á Siglufirði verður helgistund á HSN á páskadag og hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju kl. 14:00 og hátíðarkaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

 

Dagskrá í Siglufjarðarkirkju:

Páskadagur 20. apríl kl. 12.30: Helgistund á sjúkradeild HSN.
Páskadagur 20. apríl kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju.
Hátíðarkaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu í boði Systrafélags Siglufjarðarkirkju.

 

Dagskrá í Ólafsfjarðarkirkju:

 

Skírdagur, 17. apríl:
Fermingarmessa kl. 11:00

Föstudagurinn langi, 18. apríl:
Passíusálmalestur frá kl. 10:30

Páskadagur 20. apríl:
Hátíðarmessa kl. 9:00
Hátíðarmessa á Hornbrekku kl. 11:00