Í dag laugardaginn 11. júní kl. 11 verður haldin sjómannadagsmessa í Hríseyjarkirkju. Sungin verða lög og sálmar við hæfi og sr. Magnús annars harmonikkuleik og sr. Oddur Bjarni þjónar.
Á morgun, sjómannadaginn sjálfan verður sjómannadagsguðþjónusta í Stærri-Árskógskirkju kl. 11.00.
Þar þjónar sr. Oddur Bjarni og Jón Þorsteinn Reynisson annast gleðispil og söfnuðurinn syngur.
Einnig verður sjómannadagsguðþjónusta í Dalvíkurkirkju kl. 13.30 – Sr. Erla Björk þjónar, Páll B. Szabó stjórnar kór og annast undirleik og heiðrun sjómanna fer fram.