Messa verður í Ólafsfjarðarkirkju á degi eldriborgara, fimmtudaginn 9. maí kl. 14:00.  Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum og sr. Sigurður Ægisson þjóna fyrir altari.
Eftir messu í Siglufjarðarkirkju á uppstigningardag í fyrra var ákveðið, að framvegis skyldu Ólafsfjarðarkirkja og Siglufjarðarkirkja hafa messu á þeim ágæta degi til skiptis, enda hefur Vorboðakórinn tekið þátt, og hann er jú skipaður söngfólki bæði úr austri og vestri. Þetta myndi jafnframt auka tengsl safnaðanna.
Nú er því komið að Ólafsfjarðarkirkju, og eru Siglfirðingar hvattir til að mæta þar.