Til stendur að ný sjálfseignarstofnun taki við rekstri Menningarfélagsins Hofs á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands. Hið nýja félag tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi.

Sameiginlegur rekstur Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur verið til skoðunar hjá starfshópi undanfarna mánuði. Fjárhagslegur rekstur Leikfélagsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur verið þungur.