Síðari úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Norðurlands vestra, fyrir árið 2011, fór fram í Selasetrinu á Hvammstanga fimmtudaginn 20. október. Alls fengu 33 aðilar styrki samtals að upphæð 9,0 milljónir. Hæstu styrkirnir námu einni milljón en þeir lægstu voru 100 þúsund krónur.
Að þessu sinni eru tveir þættir sem skera sig úr við úthlutunina en það eru styrkir til tónlistar og gerðar heimildamynda.
Eftirtaldir aðilar fengu styrki:
1.000.000 kr. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
Bændur og býli í Húnaþingi vestra (heimildamynd)
1.000.000 kr. Skotta kvikmyndafjelag ehf.
Óskasteinn – með vonina að vopni (heimildamynd)
500.000 kr. Vinir Kvennaskólans á Blönduósi
Minjastofa Kvennaskólans á Blönduósi (sýning)
500.000 kr. Háskólinn á Hólum – Hólarannsóknin
Björgunarrannsókn við Kolkuós í Skagafirði
500.000 kr. Karlakórinn Heimir
Vínartónleikar
300.000 kr. Selasetrið á Hvammstanga
Hljóðleiðsögn fyrir Vatnsnes
300.000 kr. Rökkurkórinn Skagafirði
Menningardagskrá starfsárið 2011-2012
300.000 kr. Söngskóli Alexöndru
Tónleikaröð Stúlknakórs Söngskóla Alexöndru
300.000 kr. Fornverkaskólinn
Varðveisla menningararfs (námskeið)
300.000 kr. Leikfélag Sauðárkróks
Allt í plati (leiksýning)
300.000 kr. Töfrakonur / Magic Women ehf.
Tvö verkefni: Í nýjum heimi og Nokkur lauf að norðan II (bókaútgáfur)
300.000 kr. Hólaskóli
Tvö verkefni: Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup 1571-1627 (sýning) og
Fornleifar á Hólum í Hjaltadal (þýðing)
250.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga
Lífsins blómasystur – Hannyrðakonur af Svaðastaðaætt (bókaútgáfa)
200.000 kr. Lafleur slf.
Frankfurtarbókamessa (markaðssetning)
200.000 kr. Sögufélag Skagfirðinga
Gerð stafrænnar nafnaskrár úr Skagfirskum æviskrám
200.000 kr. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Ég skal vaka í nótt (tónleikar)
200.000 kr. Kirkjukór og sóknarnefnd Blönduóskirkju og Tónlistarskóli A-Hún.
Söngur um sólstöður (tónleikar)
200.000 kr. Hljómsveitin Contalgen Funeral
Tónleikaferð um Norðurland vestra
200.000 kr. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Útgáfa geisladisksins Tímamót – Behind the Mountains
200.000 kr. Grundarhópurinn
Listaflóð á vígaslóð (bl. menningardagskrá)
200.000 kr. Nemendafélag FNV
Gauragangur e. Ólaf Hauk Símonarson (leiksýning)
200.000 kr. Sigríður Hjaltadóttir
Með huga og hamri Jakobs H. Líndals (málþing)
150.000 kr. Textílsetur Íslands
Markaðssetning á Vatnsdælu á refli og Textílsetri Íslands
150.000 kr. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Húsin fá andlit (sýning)
150.000 kr. Jóna Halldóra Tryggvadóttir f.h. fjölskyldu
Maríudagar (listsýning)
150.000 kr. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
Stofutónleikar strengjakvartetts í Heimilisiðnaðarsafninu
150.000 kr. Bardúsa, Ferðamálafélag V-Hún. og Grettistak
Forn handbrögð – handverksnámskeið
100.000 kr. Eysteinn G. Guðnason og Arnþór Gústavsson
Falinn kvikmyndafjársjóður á Norðurlandi vestra
100.000 kr. Guðbjörg Guðmundsdóttir
Hesturinn, ferðafélagi og fararskjóti (ljósmyndasýning)
100.000 kr. Sönghópur Félags eldriborgara í Skagafirði
Söngskemmtun á degi aldraðra
100.000 kr. Kvennakórinn Sóldís
Konudagstónleikar 19. febrúar 2012
100.000 kr. Jón Þorsteinn Reynisson
Einleikstónleikar á harmoniku
100.000 kr. Jóna Fanney Svavarsdóttir
Söngurinn lengi lifi – fyrirlestur og masterklass