Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að styrkja ljósmyndasýningar Jóns Baldvinssonar í Bergi Menningarhúsi. Myndirnar tengjast sjávarútvegi á Dalvík og hefur menningarráðið veitt verkefninu 50.000 kr styrk.
Þá hefur ráðið samþykkt að styrkja verkefnið Jólaköttinn um 100.000 kr sem haldið verður í Menningarhúsinu Bergi.