Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að  Félagsheimilið Tjarnarborg á Ólafsfirði verði gert að menningarhúsi enda töluverð breyting að eiga sér stað á nýtingu hússins. Það beri því nafnið Menningarhúsið Tjarnarborg framvegis.
Auglýst verður eftir forstöðumanni og ræstingaraðila sem taki til starfa eigi síðar en 1. júní nk.