Meistaramót GKS í holukeppni verður með sama móti nú í sumar og í fyrra.

  • 4 riðlar (fer eftir skráningu)
  • 9 holu holukeppni
  • Leikmenn ráða hvenær spilað er (innan tímamarka umferðar)
  • Forgjöf er mismunur vallarforgjafar  (hámark 1 högg á holu)
  • Vegna þess að spilaðar eru 9 holur þá er notaður helmingur vallarforgjafar (hækkað að næstu heilu tölu)
  • Úrslitum skal skilað til vefstjóra með því að senda tölvupóst á netfangið vefstjoriGKS@gmail.com, hringja eða senda SMS í síma 660-1028 (Kári Arnar) í síðasta lagi 2 dögum eftir að umferð skal lokið annars telst leikur hafa farið jafntefli.
  • Sá sem tiltekinn er á undan í leikröð skal hefja leik á fyrsta teig og er ábyrgur fyrir að koma úrslitum til vefstjóra.

 

Vinsamlegast skráið ykkur í með því að hafa samband vefstjóra við með því að senda tölvupóst á netfangið vefstjoriGKS@gmail.com, hringja eða senda SMS í síma 660-1028 (Kári Arnar).

 

Síðasti skráningardagur er klukkan 20 þann 1. júní 2012. Riðlar og umferðir verða klárar fyrir fyrsta mót (Ein kylfa) 2. júní. Ekki verður mögulegt að skrá sig í holukeppnina eftir að skráningarfrestur er útrunninn. Engar undantekningar verða gerðar á því.

 

Í holukeppninni þá verður miðað við forgjöf kylfinga eins og hún er 1. júní 2012.

 

Tímatafla:

  • 1. umferð skal lokið fyrir 14. júní.
  • 2. umferð skal lokið fyrir 28. júní.
  • 3. umferð skal lokið fyrir 12. júlí.
  • 16 manna úrslitum skal lokið fyrir 26. júlí.
  • 8 manna úrslitum skal lokið fyrir 9. ágúst.
  • 4 manna úrslitum skal lokið fyrir 16. ágúst.
  • Úrslitaleikir um 1.-3. sæti fara fram 25. ágúst kl 10:00.

Nánari reglur er hægt að finna á heimasíðu GKS hér.

 

Heimild: gks.fjallabyggd.is