Meistaramót barna- og unglinga var haldið í byrjun vikunnar á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar. 17 kylfingar voru skráðir til leiks. Fyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar. Keppt var í þremur flokkum, 18 holur, 9 holur og 9 holur á sér teigum. Allir þátttakendur fengu svo grillaðar pylsur í mótslok. Helstu úrslit má finna hér í neðar í fréttinni.

Úrslit í 13 ára og yngri drengja:

Haukur Rúnarsson átt tvo jafna hringi á 103 höggum alls, og næstur  var Sebastían Óskarsson á 110 höggum. Í þriðja sæti var Árni Helgason á 112 höggum.

Úrslit í 13 ára og yngri stúlkna:

Sigurlaug Sturludóttir fór á 125 höggum.

Úrslit í 12 ára og yngri á sér teig:

Það var jöfn keppni í þessum hópi, en Úlfar Helgason var á 53 höggum og Óli Björn Þorvaldsson á 54 höggum. Í þriðja sæti var Alexander Pétur á 64 höggum. Þessi hópur spilaði 9 holur.