Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Ármann Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar hafa lagt til að fjármagn verði aukið í malbikunarframkvæmdir í Fjallabyggð. Samþykkt hefur verið í bæjarráði Fjallabyggðar að aukafjárveiting upp á 20 milljónir króna og að alls 40 milljónir verði ráðstafað á þessu ári í viðhald gatna í Fjallabyggð. Gunnar Ingi Birgisson vill að alls verði lagðar 40 milljónir króna á ári næstu 5 árin í þennan málaflokk.
Ljósmynd: Ragnar Magnússon / Héðinsfjörður.is