Júlímánuður var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnanlands. Vindhraði var yfir meðallagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi.

Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig, 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur 12,7 stig á Akureyri. Hæsti hiti mánaðarins mældist 27,5 stig á Egilsstaðaflugvelli.

Það var óvenju blautt á vestanverðu landinu í júlí.  Einnig var mjög úrkomusamt á Tröllaskaga og í Skagafirði dagana 21. og 22. júlí. Mest mældist úrkoman á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrar aurskriður féllu í kjölfarið á þessu svæði.

Á Akureyri mældist úrkoman 24,4 mm sem er um 70% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 8 daga sem eru 1 fleiri en í meðalári.

Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 175,0 sem er 22,5 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.

 

Heimild: Vedur.is