Sýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 1.- 2. október 2011. Sýningin er vettvangur norðlenskrar matarmenningar í víðri merkingu, allt frá frumframleiðendum matvæla til veitinga- og ferðaþjónustufyrirtækja. Sýningin er haldin á tveggja ára fresti og er aðgangur ókeypis.