Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir 2012-2015 er í vinnslu.

Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir fasteignasköttum á árinu 2012 upp á 96.9 m.kr. en á árinu 2011 var gert ráð fyrir 87.9 m.kr. Þarna mega íbúar búast við að fasteignaskattar hækki um 10.2%. Tillaga að hækkun sorphirðugjalds á íbúa er ekki samþykkt og verður álagning óbreytt á milli ára.

Bæjarráð Fjallabyggðar bendir deildarstjórum sérstaklega að lögð sé áhersla á að rekstur leikskólans, menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.