KF hefur tilkynnt að markmaður liðsins, Bandaríkjamaðurinn Chad Smith muni leika með liðinu áfram á næsta ári. Chad átti gott tímabil með KF og var einn af betri mönnum liðsins allt sumarið. Chad hefur framlengt saminginn út árið 2026 og mun því leika með KF í 3. deildinni næsta sumar og vonandi kemur hann tímanlega í hópinn til að leika í Lengjubikarnum.
Chad stundaði nám í Eastern Illinois University. Hann hefur unnið sem grafískur hönnuður og einnig þjónn á veitingahúsi í Cincinnati í hlutastarfi.
Frábærar fréttir fyrir KF að halda þessum öfluga markmanni.

