Rauðka á Siglufirði mun bjóða uppá stórtónleika með hljómsveitinni Mannakornum þann 17. júní n.k. Þau Maggi Eiríks, Pálmi Gunnars og Ellen Kristján mæta á Kaffi Rauðku þann 17. júní og hefjast tónleikarnir klukkan 21 en húsið opnar um klukkan 20.
Einnig verður boðið upp á Trúbador, strandblak og minigolf. Það er því um að gera að drífa sig norður á Siglufjörð á Þjóðhátíðardaginn og eyða góðri helgi fyrir norðan.