Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) stendur fyrir málþingi fimmtudaginn 15. maí næstkomandi. Málþingi hefst klukkan 20  í Íþróttamiðstöðinni Hóli á Siglufirði.

Þar verður almenn umræða um íþróttamál í Fjallabyggð og er gert ráð fyrir að stjórn UÍF, aðildarfélög UÍF og frambjóðendur allra fjögurra framboðanna í Fjallabyggð taki þátt í þeirri umræðu.  Fundarstjóri er Kristinn Reimarsson, markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar.

Stjórn UÍF mun kynna hlutverk og starfsemi héraðssambandsins svo og notkun á Íþróttamiðstöðinni Hóli. Einnig mun formaður eða forsvarsmaður hvers aðildarfélags UÍF, en það eru 11 félög, kynna í stuttu máli starfsemi síns félags. Jafnframt er gert ráð fyrir að hvert framboð kynni sína stefnu varðandi íþróttamál, þ.e. bæði gagnvart UÍF svo og aðildarfélögum, og framkvæmd hennar. Loks er gert ráð fyrir almennum umræðum og fyrirspurnum.

Óskað er eftir að framboðin tilkynni nöfn þeirra frambjóðenda sem muni mæta á málþingið fyrir þriðjudaginn 13. maí nk. á netfangið uif@uif.is  Gert er ráð fyrir að formenn hvers aðildarfélags mæti á fundinn.