Áhugahópur um framtíð Hríseyjar boðar til málþings laugardaginn 14. september næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Hrísey og hefst kl. 12:00 og lýkur klukkan 17:00.
Umræðuefni fundarins verða m.a. atvinnumál, byggðaþróun, þjónusta við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreying, ferðaþjónusta, heilbrigðismál,umhverfismál o.fl.
Hópurinn hvetur alla til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum eða bara til að hlusta á það sem aðrir hafa að segja, þetta er fundur þar sem allir eiga erindi sem láta sér málefni Hríseyjar varða.
Á fundinn hafa boðað komu sína fulltrúar frá bæjarstjórn Akureyrarbæjar og Einingu Iðju. Þingmönnum og fleirum hefur einnig verið boðin þátttaka.