Meirihluti bæjarráðs Fjallabyggðar lagði og neðanritað til á fundi sínum 8.11.2012 en fulltrúi minnihluta sat hjá við atkvæðagreiðsluna.


  •   Gjaldskrá Leikskóla Fjallabyggðar hækki um 2% frá 01.01.2013, matur fylgir verðlagshækkunum.
  •   Heildarframlag til frístundakorta hækki um 475 þús.
  •   Snjóaeftirlit á skíðasvæði á Siglufirði verði greitt af Fjallabyggð.
  •   Um er að ræða framlag sem nemur 1.8 m.kr.
  •   Heildarkostnaður við skíðasvæði í Ólafsfirði 2013 verður 8.5 m.kr.
  •   Skólahús við Hlíðarveg á Siglufirði verði sett í sölumeðferð. Afhending húsnæðisins verði miðuð við 1. ágúst 2013.
  •   Ekki verður tekin ákvörðun um ráðstöfun framkvæmdafjár hafnarinnar fyrr en nauðsynlegar upplýsingar, s.s. um Hafnarbryggju, liggja fyrir.
  •   Ráðinn verði ráðgjafi til þess að gera stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Niðurstöður og tillögur úr þeirri úttekt liggi fyrir 1. maí 2013. Áætlaður kostnaður er um 3.0 m.kr.
  •   Málefni upplýsingamiðstöðva er færð undir menningarnefnd. Á Siglufirði verður hún starfrækt í bókasafni og starfsmenn bókasafns og héraðsskjalasafns sinna starfi upplýsingafulltrúa. Stefnt er að því að gera þjónustusamning við verktaka um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði.