Frystitogarinn Mánaberg ÓF 42 landaði makríl á Siglufirði í vikunni en skipið hafði verið á 9 daga veiðitúr og kom með um 250 tonn af makríl. Mánaberg er smíðað árið 1972 á Spáni og er Ólafsfjörður hans heimahöfn og gerður út af Ramma hf. Steingrímur Kristinsson náði þessari mynd af Mánaberg ÓF 42 á leið út Siglufjörð í dag.

9414547671_5f50bb69ac_c
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson, www.sk21.is.