Um síðastliðna helgi fór fram Meistaramót Aftureldingar í Mosfellsbæ. Þar var keppt í þremur deildum og voru þrír iðkendur frá TBS sem spiluðu í 2. deildinni.  Mæðginin Anna María Björnsdóttir og Sebastían Óskarsson tóku þátt í einliða- og tvíliðaleik. Kristófer Jóhannsson tók þátt í einliðaleik fyrir Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar.
Næstu mót eru helgina 05.-06.október þegar Unglingamót TBS fer fram á Siglufirði og TBR Open í Reykjavík.