Suður-afrísku ævintýramennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad luku hringferð sinni síðdegis á laugardaginn þegar þeir komu róandi á kæjak sínum til Húsavíkur þaðan sem róðurinn hófst.

Þeir hófu ferðina í mars sl. og áætluðu að ljúka henni í júlí en félagarnir hafa þurft að yfirstíga ýmsa erfiðleika við strendur landsins á ferð sinni.

Fjölmenni var í fjörunni til að taka á móti þeim félögum en þeim seinkaði nokkuð þar sem róðurinn sóttist seint til að byrja með en þeir lögðu upp frá Hvalvatnsfirði á laugardagsmorgunn.

Stemmingin í fjörunni var góð og meðal sem tóku á móti þeim voru móðir Skinstad og bróðir hans og að vonum urðu fagnaðarfundir með þeim.
Sjá videó frá Youtube af atburðinum.