Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fór fram við hátíðlega athöfn í Bergi menningarhúsi þann 12. janúar síðastliðinn. Það var blakkonan Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir sem varð valin í ár. Hún hefur stundað blak með KA undanfarið ár.

Lovísa varð Íslandsmeistari, Bikarmeistari og Deildarmeistari í blaki með KA á síðasta keppnistímabili. Hún spilaði alla leiki KA á síðustu leiktíð og það sem af er á þessari leiktíð.

Hún hefur æft með U20 landsliðinu og einnig valin í æfingahóp hjá A-landsliðinu. Lovísa hefur sýnt mikinn metnað og dugnað við æfingar sem hefur skilað sér í þessum góða árangri.

Aðrir tilnefndir voru eftirtaldir aðilar:

 • Anna Kristín Friðriksdóttir – Hestar
 • Elín Björk Unnarsdóttir – Sund
 • Esther Ösp Birkisdóttir – Skíði
 • Marsibil Sigurðardóttir – Golf
 • Þröstur Mikael Jónasson – Knattspyrna

Einnig voru við þetta tækifæri afhentir styrkir til iðkenda og voru þeir afhentir í eftirfarandi röð:

 • Hafsteinn Thor Guðmundsson 75.000 vegna ástundunar og árangurs í golfi
 • Brynjólfur Máni Sveinsson 75.000 vegna ástundunar og árangurs á skíðum
 • Dagur Ýmir Sveinsson 125.000.- vegna ástundunar og árangurs á skíðum
 • Torfi Jóhann Sveinsson 75.000.- vegna ástundunar og árangurs á skíðum
 • Bil Guðröðardóttir 125.000.- vegna ástundunar og árangurs í Hestamennsku
 • Sundfélagið Rán 135.000.- vegna sundnámskeiðs fyrir fullorðna og afmælishátíðar

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar fékk þá einnig 150.000. styrk úr afreks og styrktarsjóði í ár.

Heimild og mynd: dalvik.is