Auglýst eftir verkefnum
Rannsóknamiðstöð ferðamála veitir árlega 100.000 króna verðlaun styrkt af Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verða þau nú afhent í sjöunda sinn á aðalfundi SAF, 22. mars nk. Dómnefnd er skipuð stjórn og forstöðumanni RMF.
Til að verkefni komi til greina þarf það að fjalla um ferðamál og ferðaþjónustu á Íslandi. Skal því hafa verið skilað á árinu 2011 og hlotið fyrstu einkunn. Einnig er horft til þess:
* Að verkefnið sé frumlegt og leiði hugsanlega til möguleika á nýsköpun í ferðaþjónustu á Íslandi.
* Að verkefnið uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru alþjóðlega til rannsóknarritgerða og sýni fagleg vinnubrögð í hvívetna.
* Metið er eftir
+ afmörkun viðfangsefnis
+ skýrleika rannsóknarspurninga
+ Innra samhengi
+ Byggingu texta
+ Hvort ritgerð byggi á sjálfstæðri rannsóknarvinnu
+ Hversu djúpt er kafað í efnið
+ Hversu læsilegt og vel frágengið verkið er
Eintak af lokaverkefnum skulu send Edward H. Huijbens, forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála rafrænt á edward@unak.is eða á póstfangið, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/Norðurslóð, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar eru á www.rmf.is, eða hjá forstöðumanni; edward@unak.is