Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í Getraunaleik KF, þar sem fjölmörg lið áttu möguleika á verðlaunasæti. Hæstu skor umferðarinnar náðust í Afturrúðubikarnum þar sem Túbbarnir, Krummarnir og 5-Prik náðu 11 réttum.

Í Afturrúðubikarnum náðu Túbbarnir að halda forystunni og tryggja sér þennan eftirsótta titil þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að þeim. Þeir enduðu með 28 stig, einu sig á eftir voru svo Krummarnir og 5-Prik.

Meistaradeildartitilinn tóku svo Cholchester nokkuð örugglega tveimur stigum á undan Fálkunum, Millunum og Matrix sem enduðu með 26 stig. Þar sem að það voru þrjú lið jöfn í 2-4 sæti þurfti að skera úr um það hvaða lið lenti í hvaða sæti. Fyrst voru útsigrar liðanna taldir, en öll lið voru með jafn marga útisigra eða 7. Því næst voru jafnteflin talin  þar voru Matrix og Fálkarnir með 6 rétta en Millarnir aðeins með 5, því enda Millarnir í 4 sæti. Að lokum voru svo taldir heimasigrar þar voru Matrix með 13 rétta en Fálkarnir með 12, því enda Matrix-liðar í öðru sæti en Fálkarnir í því þriðja.

Lokastaðan:

MEISTARADEILD
Bonus Umf. 1 Umf.2 Umf.3 Alls
Sæti
1 Colchester 8 11 9 28
2 Matrix 7 9 10 26
3 Fálkarnir 1 7 10 8 26
4 Millarnir 1 7 9 9 26
5 Fit For life 7 8 9 24
6 Leedsarar 6 9 9 24
7 5 8 10 23
AFTURRÚÐUBIKAR
umferðir Umf. 1 Umf.2 Umf.3 Alls
Sæti
1 Túbbarnir XO 7 10 11 28
2 Krummarnir 8 8 11 27
3 5-Prik 7 9 11 27
4 Fokklingarnir 7 9 9 25
5 Sturlaði Gæinn 8 7 10 25
6 Jägermeister 6 9 10 25
7 VAD 7 9 8 24