Talin hafa verið öll atvæði í  Fjallabyggð. Kjörsókn var 79,47% og á kjörskrá eru 1.578. Alls voru greidd 1.254 atkvæði.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög góða kosningu eða þrjá menn kjörna og 44,66% atkvæða sem er 15,3% aukning frá síðustu kosningum.

I-listi Betri Fjallabyggðar fékk 2 menn kjörna og 24,61% atkvæða.

H-listi Fyrir Heildina hlaut 2 menn kjörna og 30,74% atkvæða.

Næsti maður inn var Ólafur Stefánsson hjá X-D, en honum vantaði 56 atkvæði.

Kjörsókn var heldur lakari en árið 2014, en þá kusu 84,92% í Fjallabyggð.