Leikfélag Ólafsfjarðar sýnir lokasýningu á hinum sprenghlægilega farsa „Sex í sveit“ í Menningarhúsinu Tjarnarborg á Ólafsfirði, laugardaginn 28. apríl klukkan 21. Sýningar hafa gengið vel en um 700 manns hafa séð verkið og komið út úr Menningarhúsinu Tjarnarborg með magakrampa vegna hláturs.