Lokahóf knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis var haldið í gærkvöldi þar sem leikmenn ársins voru heiðraðir. Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar, var sérstaklega heiðraður þar sem hann hefur ákveðið að stíga til hliðar að starfsári loknu. Garðar hefur verið formaður félagsins undanfarin 16 ár eða svo og dyggur sjálfboðaliði fyrir fótboltann í Dalvíkurbyggð í áratugi.
Að venju voru leikmenn ársins valdir, leikmenn verðlaunaðir fyrir sína fyrstu leiki fyrir félagið og Bróa-bikarinn afhentur.
Meistaraflokkur karla:
- Leikmaður ársins valið af stjórn og þjálfurum: Matheus Bissi
- Leikmaður leikmannana: Franko Lalic
- Markahæstur: Áki Sölvason
- Bróa-bikarinn: Jóhann Örn Sigurjónsson
- Leikmaður Brúanns: Jóhann Örn Sigurjónsson
Viðurkenningar fyrir leikjafjölda:
- Gunnlaugur Rafn (100 leikja klúbburinn)
- Viktor Daði (150 leikja klúbburinn)
- Þröstur Mikael (200 leikja klúbburinn)
Meistaraflokkur kvenna:
- Leikmaður ársins valið af stjórn og þjálfurum: Arna Kristinsdóttir
- Leikmaður leikmannana: Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
- Markahæst: Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.