Lokahóf Knattspyrnudeildar Dalvíkur var haldið í gærkvöldi í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Fjöldi manns sótti viðburðinn og var Matthías Matthíasson söngvari með meiru veislustjóri kvöldsins.
Fjölmargar viðurkenningar til leikmanna voru kynntar.
Leikmenn sem léku sinn fyrsta leik fyrir félagið fengu viðurkenningu í ár voru þetta þeir:
Aron Máni Sverrisson, Bergsveinn Ari Baldvinsson, Bjarki Freyr Árnason, Bjarmi Fannar Óskarsson, Malakai McKenzie, Matthew Woo Ling, Sergey Shapoval, Vilhem Ottó Biering Ottósson.
Kristján Freyr Óðinsson var verðlaunaður fyrir að hafa leikið yfir 100 leiki fyrir Dalvík/Reyni.
Stuðningsmannafélagið Brúin kaus Kristján Frey Óðinsson sem þeirra leikmann tímabilsins.
Aðrar viðurkenningar voru:
Leikmaður leikmannana: Þröstur Mikael Jónasson
Leikmaður ársins: Borja López Laguna og einnig markahæsti maður liðsins með 14 mörk, og næst markahæsti maður deildarinnar.
Besti ungi leikmaðurinn: Malakai McKenzie
Dalvík/Reynir greindi frá þessu á síðunni sinni í dag.