Þann 29. febrúar s.l. var haldin innanskólakeppni stóru upplestrarkeppninnar í bókasafninu á Siglufirði. Þar komust áfram þau:  Eduard Constantin Bors, Eggert Axelsson, Sandra Líf Ásmundsdóttir og  Þorgeir Örn Sigurbjörnsson. Varamaður verður Sólrún Anna Ingvarsdóttir.
Þessir nemendur munu síðan keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík miðvikudaginn 14. mars kl 14:00.