Í dag, laugardaginn 14. janúar er lokað vegna vinds á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, en til stóð að opna í dag.
Veðurútlit er mjög gott á morgun, sunnudag og opnar svæðið vonandi þá í fyrsta sinn á þessum skíðavetri.
Göngubraut verður tilbúin kl. 14:00 í Hólsdal á Siglufirði fyrir þá sem vilja fara á gönguskíði.