Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er lokað í dag vegna veðurs. Miðasölukerfi frá Skidata er í fjallinu, en eingöngu er hægt að kaupa miða í lyftur. Skíðagöngumiðar eru til sölu á Sigló hótel. Lyftumiðar gilda einnig á göngubrautum. Miðasala er annars rafræn í gegnum lúgu, 2 metra regla og grímuskylda er enn til staðar. Léttar veitingar afgreiddar í gegnum lúgu. Nú mega 600 manns 18 ára og eldri koma saman í fjallinu.

Fylgist með opnunar tíma á heimasíðu skíðasvæðisins, skardsdalur.is.