Tjaldvörðurinn í Fjallabyggð þurfti að loka fyrir aðgang að tjaldsvæðinu í Ólafsfirði í morgun vegna bleytu á grassvæðinu, til að vernda svæðið. Engin tjöld eru í dag á svæðinu.  Húsbílar og aðrir geta lagt á bílastæðinu sjálfu við þjónustuhúsið.

Svæðið þornar vonandi hratt svo aftur verið hægt að koma niður tjöldum á allra næstu dögum.

Mikil rigning hefur verið í Fjallabyggð frá því í gærkvöld og hefur vaxið víða í lækjum og pollum á svæðinu.

Myndirnar með fréttinni koma frá Guðmundi Inga Bjarnasyni, umsjónarmanni Tjaldsvæðanna í Fjallabyggð.

Tjaldsvæðið Ólafsfirði
Tjaldsvæðið Ólafsfirði