Logi Geirsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í handbolta kemur til Þórshafnar þriðjudaginn 29. nóvember og heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Það fæðist enginn atvinnumaður.
Fyrirlesturinn verður í Þórsveri og hefst kl. 13:00.
Logi fjallar m.a. um eftirfarandi atriði:
* Að halda sér réttu megin í lífinu.
* Markmiðasetning; hvernig kemst maður þangað sem maður vill?
* Mataræði
* Forvarnir
* Sjálfstraust
* Hugarfar
– og fleira
Það eru vímuvarnaráð Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps ásamt Ungmennafélagi Langnesinga sem standa fyrir komu Loga á Þórshöfn.
Allir eru velkomnir.