Ljubomir Delic hefur framlengt samning sinn við KF og er ljóst að hann verður með liðinu út þessa leiktíð að minnsta kosti. Ljubomir kom til KF árið 2017  frá liðinu FK Bezanija í Serbíu, en snéri þangað aftur yfir veturinn fyrstu tímabilin með KF þegar mótinu lauk hér í lok sumars.

Hann er nú búsettur í Fjallabyggð og reynst liðinu mikill happafengur frá því hann kom fyrst. Það hefur líka gert það að verkum að hann hefur verið með allt undirbúningstímabilið síðustu árin og hefur þú leikið í deildarbikarnum og öðrum keppnum sem hann náði ekki fyrstu árin þegar hann var að koma til móts við liðið rétt fyrir Íslandsmótið.

Hann hefur nú leikið 153 leiki með KF og skorað 30 mörk og er að hefja sitt áttunda tímabil með liðinu.