Ljóðasetur Íslands fagnaði í gær 11 ára afmæli sínu, en frú Vigdís Finnbogadóttir lýsti Ljóðasetur Íslands á Siglufirði formlega opið á sínum tíma. Margt hefur verið gert á þessum árum í Ljóðasetrinu, en um 350 viðburði hafa verið haldnir þar sem um 150 manns hafa komið fram. Safnast hafa ýmsir munir og myndir og ljóðabókum hefur fjölgað um 2500, megnið gjafir frá fólki vítt og breytt um landið.
Í tilefni gærdagsins var gestum boðið upp á kaffi og kræsingar og forstöðumaður spilaði og söng.
Nýjasta svæðið eru háu bókahillurnar sem vígðar voru í fyrra, en þær eru líklega með þeim hæstu á landinu.
Mynd: Magnús Rúnar Magnússon/ Héðinsfjörður.is
Mynd: Magnús Rúnar Magnússon/ Héðinsfjörður.is