Haustglæður, ljóðahátíð hefst laugardaginn 24. september á Ljóðasetrinu á Siglufirði. Anton Helgi Jónsson mætir á svæðið segir frá kynnum sínum af kvæðum Guðmundar Böðvarssonar og leyfir gestum að heyra nokkur þeirra, auk eigin verka.
Dagskráin hefst kl. 16.00 og stendur í um 45 mínútur.
Þessi viðburður er sá fyrsti á ljóðahátíðinni Haustglæður sem samanstendur af fjölda viðburða fram eftir hausti. M.a. má nefna heimsókn frá Kómedíuleikhúsinu með skuggabrúðuleikhús af Tindátum Steins Steinarrs, söngvaskáldakvöld á Kveldúlfi, ljóðasamkeppni í eldri deild Grunnskóla Fjallabyggðar, ljóðakvöld í Ljóðsetrinu, heimsókn ljóðskálds í skóla o.fl.
Það eru Umf Glói og Ljóðasetrið sem standa saman að þessari hátíð og Fjallabyggð styrkir framkvæmd hennar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljóðasetrinu.