Ljóðahátíðin Haustglæður er nú haldin nítjánda árið í röð og sem fyrr eru það Ungmennafélagið Glói og Ljóðasetrið á Siglufirði sem standa að henni í sameiningu. Er hátíðin ein lífseigasta ljóðahátíð landsins.
Hátíðin er að venju samansett af 10 -12 viðburðum yfir haustið. Í síðustu viku voru flutt friðarljóð í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði í tiefni af alþjóðadegi friðar hjá UNESCO.
Í þessari viku heimsótti Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðasetursins, dvalarheimilið Dalbæ í Dalvíkurbyggð og flutti þar eigin ljóð og annarra sem og eigin lög við ljóð norðlenskra skálda. Einnig sagði hann frá Ljóðasetrinu og lék undir fjöldasöng þar sem vel var tekið undir.
Hátíðin fór á stað 1. september síðastliðinn þegar Þórarinn heimsótti Hornbrekku í Ólafsfirði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.
