Um helgina verður haldin Ljóðahátíð í Eyjafirði. Aðstandendur hennar eru Verksmiðjan á Hjalteyri, Populus tremula og Skógræktarfélag Eyfirðinga. Hin árlega Ljóðaganga í eyfirskum skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirði.
Hópur góðskálda heimsækir Eyjafjörð og les ljóð sín fyrir heimamenn og gesti. Eftirtalin skáld koma fram: Guðbrandur Siglaugsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Anton Helgi Jónsson, Bjarni Gunnarsson, Þórunn Erlu Valdimarsdóttir og Ísak Harðarson.
Dagskráin verður þríþætt. Hún hófst á ljóðakvöldi í Verksmðjunni á Hjalteyri föstudaginn 23. september. Laugardaginn 24. september verður ljóðaganga í Grundarskógi í Eyjafirði kl. 14:00 og að lokum ljóðakvöld í Populus tremula sama kvöld kl. 21:00. Aðgangur er ókeypis.