Þórarinn Hannesson núverandi bæjarlistarmaður Fjallabyggðar hefur gefið út sína fjórðu ljóðabók, en hún heitir Um jólin og kom út núna í nóvember. Efni bókarinnar tengist jólunum á einn eða annan hátt og er notast við rím, stuðla og höfuðstafi í ljóðunum. Haldið var útgáfuhóf í Ljóðasetri Íslands í tilefni útgáfunnar þar sem fólk gat fengið bókina áritaða. Hægt er að kaupa bókina í Siglósport og í bóksölu Tunnunnar á Siglufirði, en í höfuðborginni er bókin væntanleg í verslanir Eymundssons og Máls & menningar.
Bókin er 36 blaðsíður og ort er um jólatréð, jólabaksturinn, Grýlu og hennar hyski, skötuna, þrettándann og fleira jólalegt.