Klukkan var um það bil korter í sjö í morgun þegar jarðskjálfti kom 6,4 kílómetra suðvestan Dalvíkurbyggðar. Jarðskjálftinn mældist 2,8 á stærð en einhverjir íbúar hafa líklega vaknað við skjálftann í morgun. Skjálftinn var á 12,8 km dýpi. Ekki hafa fleiri eftirskjálftar mælst á þessu sama svæði í dag samkvæmt töflu Veðurstofunnar.