Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng á aðfangadag og jóladag var ekki mikil, en á aðfangadag fóru 276 bílar í gegnum göngin óháð akstursstefnu. Enginn bíll fór í gegnum göngin á aðfangadag frá kl. 18:20-19:30 og enginn á jóladag frá 7:20-9:00. Umferðin var heldur minni á jóladag, en þá fóru alls 238 bílar í gegnum göngin óháð akstursstefnu.